Ísfirðingurinn Guðný Anna gefur út barnabækur

Ísfirðingurinn Guðný Anna Annasdóttir hefur gefið út sínar fyrstu barnabækur.  Þetta eru bækurnar um leikskólastelpuna Lindísi: „Lindís strýkur úr leikskólanum“, „Lindís og kúluhúsið“ og „Lindís vitjar neta“.

Sú síðasta gerist á Ísafirði og fjallar um Lindísi sem er 4 ára, sem fer með pabba sínum og frændunum Manga Langa og Sigga Suðurtanga á grásleppuveiðar.

Bækurnar eru myndskreyttar af Páli Jóhanni Sigurjónssyni, myndlistarmanni, sem er sonur Guðnýjar Önnu.

Útgáfufélagið Gudda Creative ehf. gefur út bækurnar og eru þær prentaðar hjá Prentmet Oddi í Reykjavík.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á facebókarsíðu Gudda Creative og www.gudda.is.

 

DEILA