Ísafjarðarbær: tekur 500 m.kr. lán

Bæjarstjórn ísfjarðarbæjar hefur samþykkt að taka 500 milljón króna lán  hjá Lánasjóði sveitarfélaga  sem verður á lokagjalddaga 5. apríl 2034. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármagna afborganir eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.

Til tryggingar láninu  standa tekjur sveitarfélagsins, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans eru afborganir langtímalána á árinu áætlaðar 350 milljónir króna og tekin ný langtímalán ársins voru ráðgerð upp á 33 milljónir króna.

DEILA