Héraðsdómur Vestfjarða: sjóprófi frestað

Vestfirðingar á ASÍ þingi. Bergvin lengst til vinstri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Frestað hefur verið sjóprófi vegna Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270 sem fimm stéttarfélög hafa óskað eftir.

Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfjarða segir það óheppilegt.

Ástæðan er að sögn Bergvins sú að lögmaður Hraðfrystihússins Gunnvör hf neitar að afhenda skipsbókina. Telur lögmaðurinn að óljóst sé hvort heimilt er að afhenda skipsbókina.

Svar Bergvins:

„Héraðsdómur Vestfjarða er með málið í sínum höndum, en ég sé ekki að hægt sé að víkjast undan sjóprófum, enda var búið að boða til sjóprófs. Því var hins vegar frestað aðallega þar sem lögmaður gagnaðila telur óljóst hvort honum sé heimilt að afhenda skipsbókina sem gegnir lykilhlutverki í rannsókn málsins, en það er alveg skýrt í Siglingalögum að leggja þarf fram skipsbókina við sjópróf. Þessi staða sem er komin upp er mjög óheppilegt þar sem það er hagur allra sem koma að þessu að ljúka málinu sem fyrst. Búið er að boða til þinghalds í málinu 13.nóv til að útkljá ágreiningsefni um sjóprófið sem tekst vonandi svo hægt sé að halda áfram.“

DEILA