Fyrsta flug Norlandair á Gjögur var á mánudag

Í frétt á vefmiðlinum Litli Hjalli kemur fram að fyrsta flug til Gjögurs hafi verið síðast liðinn mánudag og var þá aðeins um að ræða farþegaflug. Í fréttinni segir:

„Eftir útboð Vegagerðarinnar í haust fékk Flugfélagið Norlandair úthlutað flugi til Gjögurs og Bíldudals, sem var með lægsta tilboðið.

Til stendur að nota nýlega 9 sæta Beechcraft B200 King Air, sem búin er jafnþrýstibúnaði.
Jafnframt verður notast við Dash 8-200, sem er 37 sæta, þegar og ef þörf krefur. Að auki býr félagið yfir þremur Twin Otter flugvélum sem þykja einstaklega hentugar við erfiðustu skilyrði á norðurslóðum, en þær vélar notast félagið mest við á Grænlandi.

Norlandair ehf. er í samstarfi við Air Iceland Connect með aðstöðu og farmiðasölu í Reykjavík og nýta bókunarvél félagsins við farmiðasölu.

Allt flug er bókanlegt á vef Air Iceland Connect

Fraktafgreiðsla í Reykjavík; Icelandair Cargo sími: 505 0401.“

DEILA