Árneshreppur: Flugfélagið Ernir sinni áætlunarfluginu áfram

Hreppsnefnd Árneshrepps ræddi flugmál á fundi sínum á miðvikudaginn. Lagt var fram erindi frá Herði Guðmundssyni þar sem hann fer yfir mál varðandi útboð vegna flugs á Gjögur.

Hreppsnefndin lýsti yfir ánægju þjónustu félagsins um árabil og hvetur til þess að samið verði áfram við það um áætlunarflugið til Gjögurs.

Bókun fundarins:

„Hreppsnefnd Árneshrepps lýsir yfir ánægju með starfsemi Flugfélagsins Ernis til margra ára, og vonast eindregið til þess að félagið fái áfram að sinna sveitarfélaginu.  Samkvæmt fregnum af því flugfélagi sem stendur til að úthluta þessari flugleið, hefur það ekki yfir að ráða flugvélum í sama gæðaflokki og Ernir og það myndi þýða áratuga afturför. Einnig finnst okkur það mikils um vert að fluginu hingað sé sinnt frá Reykjavík.  Við hvetjum því samgönguráðherra, samgöngunefnd og Vegagerðina til þess að styðja þá eindregnu ósk okkar að Flugfélagið Ernir fái áfram að þjóna Árneshreppi.“

DEILA