10% fólksfækkun í Reykhólahreppi síðustu 11 mánuði

Frá Reykhólum.

Veruleg íbúafækkun hefur orðið í Reykhólareppi frá 1. desember 2019. Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands fækkaði um 9,9% í hreppnum á tímabilinu. Íbúum fækkaði úr 262 í 236. Fækkunin er 26 manns eða 9,9%.

Á hinn bóginn fjölgaði í Tálknafjarðarhreppi um 7,5% á sama tíma. Íbúum fjölgaði úr 252 í 271 eða um 19 manns. Þá varð fjölgun í Vesturbyggð um 32 manns eða 3,5%.

Að öðru leyti hafa ekki orðið umtalsverðar breytingar á íbúafjölda á Vestfjörðum frá 1. desember 2019. Fækkun var um 29 manns eða 0,4%.

Ahyglisvert að saman fer aukin framleiðsla í sjókvíaeldi á sunnanverðum Vestfjörðum og fjölgun íbúa á svæðinu.

DEILA