Vill byggja á Góustöðum

Góustaðir. Mynd: gusti.is

Gauti Geirsson hefur sótt um leyfi Ísafjarðarbæjar til þess að hefja breytingu á aðalskipulagi á landi Góustaða þar sem hluta úr landinu, sem nú er skilgreint sem landbúnaðarland, verður breytt í íbúðabyggð. Þá mun sú lóð sem tekin verður úr Góustaðalandi verða hluti af íbúabyggð í Sunnuholti, Ísafirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar tók erindið til afgreiðslu á fundi sínum í fyrradag og leggur nefndin til við bæjarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi skv. VII. kafla skipulagslaga.

 

DEILA