Vestri vann ÍBV í Eyjum

Bjarni Jóhannsson er þjálfari Vestra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Karlalið Vestra í knattspyrnu gerði góða ferð til Vestmannaeyja í gær. Liðið keppti við ÍBV í Lengjudeildinni, liðinu sem flestir spáðu að myndi verða yfirburðalið í deildinni.

Annað var upp á teningnum á Hásteinsvelli. Vestramenn unni sanngjarnan sigur 3:1 og sitja í 6. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 20 leiki, aðeins einu stigi á eftir Eyjamönnum, sem misstu endanlega af tækifærinu til þess að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.

Mörk Vestra gerðu Sergine Fall, Daníel Agnar Ásgeirsson og  Nacho Gil.

Markvörður Vestra Blakala gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Gary Martin þegar staðan var jöfn 0:0 og nánast í næstu sókn skoraði Fall fyrsta mark leiksins.

Tvær umferðir eru eftir af mótinu.

Næsti leikur Vestra verður á Grenivík laugardaginn 10. október.

 

DEILA