Vestra gríman: vörn gegn veiru

Góð vörn vinnur titla, er haft eftir reynslumiklum þjálfurum í körfubolta. Nýja fjölnota Vestra-gríman er góð vörn gegn þeim áskorunum sem allt þjóðfélagið stendur frammi fyrir þessi misserin vegna COVID-19.

Nú stöndum við saman og setjum upp grímur, ásamt því að sinna öðrum persónubundnumsóttvörnum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra og Barna- og unglingaráð hafa hafið sölu á þessum  flottu fjölnota Vestra-grímum til styrktar starfinu framundan í vetur. Grímuna má þvo í þvottavél og nota samkvæmt leiðbeiningum um fjölnota grímur. Hún er í einni stærð, 3 laga, andar vel og lagast að andlitinu.

Verðið er aðeins 2.300 kr. -stk.

Tekið er á móti pöntunum í einkaskilaboðum á Facebook síðuKörfuknattleiksdeildar Vestra og í gegnum tölvupóst á karfa@vestri.is.

DEILA