Vestfirðir: innfjarðarækjuveiðar lagðar til

Fr´rækjuveiðum í Djúpinu.

Birt hefur verið ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar um rækuveiðar í Arnarfirði og í Ísafjarðardjúpi.

Leggur stofnunin til að leyft verði að veiða 586 tonn í Ísafjarðardjúpi og 184 tonn í Arnarfirði á komandi vertíð.

Samkvæmt stofnmælingu haustið 2020 mældist rækjustofninn í Ísafjarðardjúpi yfir skilgreindum varúðarmörkum. Vísitala veiðihlutfalls hefur verið lægri frá 2011 en var  á tímabilinu 1989–2002. engar veiðar voru stundaðar árin 2003–2010 vegna bágs ástands stofnsins. Á síðustu vertíð var leyft að veiða 568 tonn.

Afli í Ísafjarðardjúpi frá 1988 til 2019. Línurit : Hafrannsóknarstofnun.

Arnarfjörður

Samkvæmt stofnmælingu haustið 2020 er vísitala rækjustofnsins í Arnarfirði lág en yfir varúðarmörkum. Vísitala veiðihlutfalls hefur sveiflast frá 2007. Líkt og í Ísafjarðardjúpi er ráðgjöfin byggð á varúðarnálgun og ekki hefur verið sett aflaregla fyrir stofnana.

Afli í Arnarfirði frá 1988 til 2019 ásamt línuriti um vísitölu veiðihlutfalls.
DEILA