Tálknafjörður: reksturinn í jafnvægi

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Milliuppgjör Tálknafjarðarhrepps fyrir fyrstu sjö mánuði ársins sýnir að reksturinn er í jafnvægi og nálægt því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Skatttekjur tímabilsins voru samtals 198 milljónir króna en áætlunin gerir  ráð fyrir 323 milljónir króna fyrir allt árið. Rekstrargjöld voru 188 milljónir króna og afgangur 2 milljónir króna.

Tekjur af útsvari eru stærsti tekjuliðurinn og var 109 milljónir króna á fyrstu sjö mánuðunum. Framlög frá Jöfnunarsjóð sveitarfélagi voru 64 milljónir króna.

Af útgjaldaliðum voru laun og tengd gjöld stærsti liðurinn 95 milljónir króna.

Tap af hitaveitu

Rekstur hafnarinnar fyrstu sjö mánuðina skilaði um 20% tekna í afgang fyrir fjármagnskostnað. Tekjur hafnarsjóðs voru 15 milljónir króna. Hitaveitan skilaði rúmum 4 milljónum króna í tekur og 1 milljón króna stóð eftir þegar kostnaðurinn hafði verið greiddur. Vaxtakostnaður hitaveitunnar var tæplega 5 milljónir króna á tímabilinu og niðurstaðan því tap upp á 4,5 milljónir króna, sem er hærri fjárhæð en tekjurnar.

Eins var tap af rekstri fasteignafélags um 3 milljónir króna sem er jafnmikið og tekjunum nam. Fráveitan var hins vegar rekin með 3 milljóna króna afgangi af 5 milljóna króna tekjum.

DEILA