Súgandafjörður: Ljóðabók Eðvarðs Sturlusonar

Í næsu viku kemur út ljóðabók eftir Eðvarð Sturluson, Súgandafirði.

Eðvarð er af góður kunnur fyrir störf að sveitarstjórnarmálum á Vestfjörðum og þjóðmálum um langt árabil þar sem hann dró ekki af sér að vinna að hagsmunamálum Suðureyrar og Vestfjarða á vettvangi sveitarstjórnar og Fjórðungssambandsins.

Eðvarð hefur ekki setið auðum höndum undanfrana mánuði og hefur unnið ásamt dóttur sinni Sigrúnu Eddu að ljóðabók sem ber heitið Ljóðin hans pabba en Eðvarð hefur löngum sýnt að hann er afbragsgóður hagyrðingur.
Sigrún Edda segir svo frá:
„Bókin spannar allt frá hugleiðingum hans og ljóðakveðjum til hins daglega lífs í okkar litla og fagra firði. Bókin geymir því ákveðinn menningararf um fjörðinn okkar og fólkið og síðast en ekki síst hans hjartans fjársjóð. Ágóði bókarinnar mun renna til endurbóta Suðureyrarkirkju sem er okkur fjölskyldunni mjög kær.“
Þeir sem hafa áhuga á að eignast eintak af þessari eigulegu bók geta sent Sigrún Eddu skilaboð í gegnum Messenger á fésbókinni með nafni og heimilisfangi.  Bókin er 232 blaðsíður og kostar 6.000 kr. 
Stefnt er að því að bókin verði til sölu í bókabúðum í lok næstu viku. 

 

DEILA