Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps staðfestir að engin kæra hafi komið fram frá fyrrverandi sveitarstjóra Tryggva Harðarsyni á hendur sveitarfélaginu og í raun sé ekkert að frétta af því máli.
Þann 14. apríl sleit sveitarstjórnin samstarfi sínu við Tryggva og leysti hann frá störfum vegna ólíkrar sýnar á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins eins og það var bókað.
Í framhaldinu barst kæra fá Lex lögmannsstofu fyrir hönd Trygva Harðarson í byrjun maí. Þar var þess krafist að Tryggvi héldi umsömdum launum ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð til ágústloka árið 2022. Þá er auk þess krafist miskabóta honum til handa.
Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að verja hagsmuni sveitarfélagsins og koma kærunni í
hendur lögmanna sveitarfélagsins.
Ingimar Ingmarsson, fyrrverandi oddviti var einn andvígur uppsögninni og vildi semja um starfslokin. Ingimar upplýsti í bókun að krafan næmi um 30 milljónum króna.