Patrekshöfn: 489 tonnum landað í september

Frá Patrekshöfn. Rafsari SH og fjær er Núpur BA að koma inn til löndunar. Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað tæplega 500 tonnum í Patrekshöfn í síðasta mánuði. Þrír dragnótabátar lönduðu 150 tonnum. Það voru Saxhamar, Rifsari og Esjar frá Snæfellsnesi sem voru á veiðum út af Vestffjörðum í mánuðinum.

Línubátarnir Núpur BA og Patrekur BA reru í mánuðinum. Patrekur BA fór 11 róðra og aflaði 121 tonn. Núpur BA fó 6 róðra og landaði 192 tonn. Samtals varð afli línubátanna 313 tonn.

Þá reru fjórir handfærabátar og lönduðu samtals 26 tonnum. Fiskverð á mörkuðum var gott og er nokkuð um að handfærabátar á Vestfjörðum leigi sér kvóta og selji aflann á fiskmarkaði.

Til samanburðar var aflinn í Patrekshöfn í september 2019 heldur meiri eða 542 tonn.

DEILA