Ísafjarðarbær: covid19 kostar 454 m.kr.

Ísafjarðarbær hefur endurskoðað bæði tekju- og framkvæmdaáætlun 2020 og er niðurstaðan að fjárhagsstaðan versnar um 454 m.kr.  Ný lántaka kemur á móti vernandi stöðu.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 294.088.722, eða aukið rekstrartap úr              kr. -71.458.755, í kr. -365.547.477. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 454.030.609, eða lækkun rekstrarframlags úr kr. 81.541.245, í rekstrarhalla kr. -372.489.364.

Tekjur af útsvari lækka um 76 milljónir króna. Framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka um 160 m.kr. og tekjur hafnasjóðs lækka um 140 milljónir króna. Þá eykst launakostnaður um 37 milljónir króna og önnur aðkeypt þjónusta um 30 milljónir króna.

Á framkvæmdaáætlun verður sú breyting helst að til íþróttamannvirkja fara 50 m.kr. í stað 280 m.kr. Framlög til gatnagerðar lækka um 23 milljónir króna, einkum vegna niðurskurðar á Suðureyri og við göngustíga  og bærinn fær um 60 milljónir króna meira vegna sölu íbúða í Sindragötu 4a en áður var áætlað. Verja átti 10 m.kr. í Skrúð í Dýrafirði en það er skorið niður í 1 m.kr.

 

 

DEILA