Getraunaleikur Vestra gefur 27% sölulaun

Getraunaleikur Vestra hófst núna í október  og stendur fram að vori eftir því sem aðstæður leyfa. Vestri er í  innbyrðis keppni meðal þátttakenda og er  þar hörð keppni.

Vestri fær 27% sölulaun af hverri seldri röð auk fríraða

Þorsteinn F. Þráinsson segir að spilað sé líka 1 stórann seðil þar sem margir taka sig saman og hver og einn getur tekið þátt og á þá hlut í honum eftir sínu framlagi.

„Tekjur Vestra af getraunasölunni hafa aukist ár frá ári og munar verulega um þessar tekjur.  Stóri seðillinn er að skila ca 500.000-600.000 krónum á ári og viljum við auka þær tekjur verulega.“

Algengast er að þáttakendur sendi inn sínar raðir í tölvupósti á netfangið  getraunir@vestri.is

Nánari upplýsingar um leikinn er að finna á facbook síðu getraunaleiksins https://www.facebook.com/VestriGetraunir/

„Það eru allir velkomnir að vera með og það eru nokkuð margir brottfluttir Vestfirðingar sem eru að spila með og styrkja starfið í leiðnni“ segir Þorsteinn að lokum.

 

 

DEILA