Engin bólusetning í Bolungavík

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ákveðið að bjóða áhættuhópum upp á bólusetningu á Þingeyri. Þetta kemur fram í svari Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heibrigðisstofnunarinnar við fyrirspurn Bæjarins besta. Hins vegar verður ekki boðið upp á bólusetningu í Bolungavík.

Alls verður bólusett á fimm stöðum, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal á sunnanverðum Vestfjörðum og á Ísafirði og Þingeyri á norðanverðum Vestfjörðum.

Íbúar í Bolungavík, Súðavík, á Suðureyri og Flateyri verða að fara til Ísafjarðar til bólusetningar.

DEILA