Vesturbyggð : 120 bein störf í fiskeldi

Áhrifin af laxeldinu í sjó eru mikil í Vesturbyggð. Fram kom í máli Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra á sjávarútvegsdeginum 2020 nú í morgun, að bein störf í sveitarfélaginu væru nú um 120. Hún telur að störfunum fjölgi í 200 ef þau áform um aukna framleiðslu á næstunni sem unnið er að gangi eftir. Þar munar verulega um að fiskvinnslan Oddi hf vinnur að því að taka lax til vinnslu en það mun skapa um 20 störf.

Íbúaþróun í sveitarfélaginu er í takt við vaxandi laxeldi. Frá 2009 hefur fjölgað um 120 manns og eru 1.031 íbúi í sveitarfélaginu.

Önnur jákvæð þróun sem hefur fylgt vaxandi fiskeldi er hækkandi fasteignaverð og meiri hreyfing á fasteignamarkaðnum samkvæmt því sem fram kom í erindi Rebekku. Er nú skortur á íbúðum og íbúðabyggingarframkvæmdir að hefjast.

Veltan á fasteignamarkaðnum hefur meira en tvöfaldast á fáum árum.
Íbúafjöldinn hefur vaxið frá 2009 um 120 manns. Körlum hefur fjölgað um 80 og konum um 40.
DEILA