Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri 4:1

Þriðja mark Vestra. Boltinn liggur í markinu hjá Þór.

Karlalið Vestra lék í Lengjudeildinni í kvöld á Olísvellinum á Ísafirði. Leikið var gegn liði Þórs frá Akureyri og vann Vestri góðan sigur 4:1.

Pétur Bjarnason skoraði í fyrri hálfleik á 19. mín og Vestri leiddi 1:0 í leikhléi. Þórsarar jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Tíu mínútum síða kom Ignacio Gil Echevarria Vestra aftur yfir og á 67. mínútu skoraði Friðrik Þórir Hjaltason þriðja mark Vestra þegar hann hirti lausan bolta í vítateig norðanmanna og skoraði af stuttu færi.  Skömmu fyrir leikslok skoraði Vladimir Tufegdzic  fjórða markið.

Leikurinn var nokkuð opinn og færi á báða bóga, sem oft sköpuðust eftir mistök í varnaleiknum. Eins sáust góð tilþrif og skemmtilegt samspil.

Sigur Vestra verður teljast sanngjarn og undirstrikar að liðið er mun betra en ætlað var í upphafi leiktíðar.

Vestri er með 19 stig eftir 13 umferðir og er í 7. sæti.

Vestramenn fagna fjórða markinu.

 

DEILA