Vestfirðir: Samfylkingin á ferð um sunnanverða firðina

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar heimsækir suðursvæði Vestfjarða á morgun og miðvikudag.  Með honum í för verður þingmaður kjördæmisins, Guðjón S. Brjánsson.  Þeir munu heimsækja stofnanir, fyrirtæki og sveitastjórnarfólk á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.

Á þriðjudagskvöld kl. 20,00 verður opinn fundur í félagsheimilinu á Patreksfirði með stuðningsfólki og öðrum áhugasömum íbúum um þau mál sem hæst ber um þessar og mundir og áherslur á komandi þingvetri.

DEILA