Ráðuneyti gerir athugasemdir við samninga Ísafjarðarbæjar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðueytið gerir athugasemdir við fimm samninga Ísafjarðabæjar við við önnur sveitarfélög og byggðasamlög. Frestur til úrbóta er veittur til 15. nóvember 2020.

Samningarnir eru :

  1. Samningur frá 2003 um meðferð barnaverndarmála sem er við Bolungavíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp.
  2. Samstarfssamningur allra sveitarfélag á Vestfjörðum frá 2010 um málefni fatlaðs fólks með Byggðasamlagi Vestfjarða.
  3. Samþykkt Byggðasamlags Vestfjarða frá 2015.
  4. Samningur frá 2008 milli sex sveitarfélaga á Vestfjörðum og Umhverfisráðneytisins um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.
  5. Samningur við Bolungavíkurkaupstað um gagnkvæman aðgang íbúa að íþróttamannvirkjum.
  6. Vill ráðuneytið að ísafjarðarbær yfirfari samningana og bæti úr annmörkum.

Það ráðist svo af svörum sveitarfélagsins hvort ráðuneytið  telji ástæðu til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins til formlegrar skoðunar segir í bréfi ráðuneytisins sem kynnt var á fundi  bæjarráðs í gær.

DEILA