kvótinn: 50 fyrirtæki með 90% kvótans

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021.

 • Að þessu sinni er úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 372 þúsund þorskígildistonn í fyrra.
 • Úthlutun í þorski er tæp 202 þúsund tonn og dregst saman um 13 þúsund tonn frá fyrra ári.
 • Ýsukvótinn eykst um 3 þúsn tonn og fer í  rúm 35 þúsund tonn.

Vakin er athygli á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Benda má sérstaklega á að engri loðnu var úthlutað að þessu sinni.

Úthlutun eftir fyrirtækjum

 • Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 90,4% af því aflamarki sem úthlutað er og hækkar það  hlutfall lítillega frá  í fyrra.
 • Alls fá 326 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða 10 færri en í fyrra.
 • Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær Brim (áður HB Grandi) mestu úthlutað til sinna skipa eða 9,6% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,9% og þá FISK Seafood með 6,3% og  Þorbjörn hf. með 5,6%.

 

 • Úthlutun eftir útgerðarflokkum
  • Bátar með krókaaflamark eru nú 238 og fækkar um 47.
  • Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 6 á milli ára og eru nú 175.
  • Bátar undir 15 m og 30 tonnum fá úthlutað rúmlega 46 þúsund þorskígildistonnum
  • Bátar yfir 15 og 30 tonnum fá úthlutað 306 þúsund þorskígildistonnum.
  • Júlíus Geirmundsson ÍS með mestan kvóta
 • Aflahæstur vestfirskra skipa er Júlíus Geirmundsson ÍS með 5.712 þorskígildi. Páll Pálsson ÍS er næstur með 5.335 þígtonn. Júlíus er 15. kvótahæsta skipið á landinu og Páll Pálsson í 16. sæti. Þá koma:
 • Sirrý ÍS               í  23. sæti   með    4.580 þígtonn
 • Núpur BA            í  53. sæti    með    2.141   „
 • Jónína Brynja ÍS  í  59. sæti    með    1.860 „
 • Fríða Dagmar ÍS  í  71.   “       með    1.578  „
 • Indriði Kristins BA í 83.  “        með    1.317  „
 • Einar Guðnason ÍS  87.  “        með    1.210 „
 • Otur II ÍS             114. “         með       707 „
 • Stefnir ÍS             118. “         með       653 „
DEILA