Krókur: Fjórðungssamband Vestfjarða ekki fyrir Vestfirðinga ?

Kolga BA í kolaveiði. Mynd: aðsend.

Á aðalfundi Króks, félagi smábáteigenda í Barðastrandarsýslu,  þann 26. sept 2020 var m.a. rætt um umsögn

Fjórðungssambands Vestfjarða við frumvarp til laga um breytingu á

lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu og byggðakvótar o.fl.)

 

Ummæli fjórðungssambandsins, „Að setja svæðaskiptingu

strandveiðisvæða er til bóta og sanngirnismál.“, vakti hörð viðbrögð á

aðalfundi Króks og enginn kannast við að hafa heyrt um nokkurn á

Vestfjörðum sem vill hverfa aftur til fyrra kerfis.  

 

Spurt var á fundinum hvort Fjórðungssamband Vestfjarða væri ekki fyrir Vestfirðinga?  

 

Fjórðungssambandið dragi umsögn sína til baka

Í ályktun fundarins segir:

„Eftir fregnir frá formönnum Eldingar og Stranda um að þar sé enginn slíkur vilji og

að ekki hafi verið haft við þá samráð um málið, fer Strandveiðifélagið Krókur fram á

að Fjórðungssamband Vestfjarða dragi umsögn sína tafarlaust til baka og standi við

bakið á smábátasjómönnum á Vestfjörðum í baráttu fyrir fulltryggingu 48 daga kerfisins.   

Strandveiðar hafa svo sannarlega komið inn með ferskan blæ, lífgað uppá og bætt

mannlíf hér fyrir vestan.  Breytingar sem gerðar voru 2018 bættu öryggi sjómanna

jafnframt að þær voru sanngirnismál fyrir alla og til mikilla bóta fyrir Vestfirðinga.   

Fjórðungssamband Vestfirðinga eru hagsmunasamtök sveitarfélaga á Vestfjörðum og

eiga sem slík að vinna að því að bæta lífskjör hér fyrir vestan að öðrum kosti eru þau

óþörf.“ 

DEILA