Ísfélag Vestmannaeyja hlynnt laxeldi í sjó

Ísfélag Vestmannaeyja hf er hlynnt laxeldi segir Stefán Friðriksson forstjóri félagsins í viðtali við Bæjarins besta. Að öðru leyti vildi hann ekki svara spurningum blaðsins.

Athygli vakti í síðasta mánuði þegar lögmaður Ísfélags Vestmannaeyja hf lagðist gegn laxeldi í Fossfirði í Arnarfirði í umsögn sem hann sendi til Skipulagsstofnunar. Rök hans voru laxeldið myndi rýra verðgildi jarðarinnar Neðri-Dufansdal í Fossfirði, sem félagið hefur fest kaup á, svo og að staðsetning sjókvía væri of nálægt Dufansdalsá.

Stefán var inntur eftir því hver tilgangurinn væri með kaupum Ísfélagsins á jörðinni Neðri Dufansdal í Arnarfirði og hvernig eignarhaldið tengist og styddi við starfsemi félagsins. Sagðist Stefán Friðriksson ekkert vilja segja um það en tók þó skýrt fram að félagið væri hlynnt laxeldi á Íslandi.

 

DEILA