Ísafjörður: Körfuboltadagur á mánudagnn

Mánudaginn 14. september verður körfuknattleiksdeild Vestra með sérstakan körfuboltadag í íþróttahúsinu á Torfnesi. Kynnt verður æfingatafla yngri flokkanna fyrir komandi vetur. Þá verða leikir og sprell og loks verður boðið upp á pylsupartí. Stendur skemmtunin yfir frá kl. 17 – 18:30.

Allir velkomnir.

 

Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs kkd. Vestra sagði að þeim langaði til þess  að nái til sem flestra. „Þessi dagur er ætlaður til að fá fleiri nyja iðkendur inn í starfið hjá okkur. Komandi vetur verður spennandi í starfinu okkar og væri gaman að sjá sem flesta á þessum degi hjá okkur.“

DEILA