Ísafjörður: kaup á snjótroðara í fjárhagsaætlun 2021

Pisten Bully 100 er einnig af troðurum sem til greina kemur.

Forstöðumaður skíðasvæðis leggur til að hafin verði undirbúningur að kaupum á
sérhæfðum snjótroðarar sem mun nýtast Ísafjarðarbæ.

Í minniblaði forstöðumanns kemur fram að undanfarin tvö ár hafi farið fram vinna og undirbúningur að endurnýjun snjótroðara í samráði við Íþrótta og tómstundarnefnd, sviðstjóra skíðasvæðis og forstöðumanni.

Segir að komið sé að því setja kaupin á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 ef vilji er til kaupanna þar sem framleiðslutíminn er 6 mánuðir hið minnsta.

Leggur hann til að kaup á minni og sérhæfðari troðara sem nýtist betur í eftirfarandi skíðaiðkun t.d. funslope,bordercross, pallasmíði (park) sem mun auka skemmtanagildi fyrir snjóbretta og freestyleskíði. Troðari af gerðinni PB 100 kemur til greina.

Stærð troðarans er 3.2 metrar,  sérhæfður fyrir gönguskíðasvæði ásamt
því að auka möguleika á fjölbreyttari gönguskíðasporum. Troðarinn er auðveldur í
flutning sem eykur möguleika á flutningi milli byggðarkjarna.

Verð á troðaranum er á bilinu 190.000 – 200.000 evrur með virðisaukaskatti og flutning milli Reykjavíkur og Ísafjarðar sem er um 33 milljónir króna á núverandi gengi evrunnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að málinu vísa málinu  til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

Hlynur Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðisins sagði í samtali við Bæjarins besta að þetta væru hentugir troðarar og  enginn slíkur væri til á landinu. Ef ákveðið verður að ráðast í kaupin verða þau útboðsskyld segir Hlynur.

 

DEILA