Háskólasetur: meistaraprófsvörn í dag

Fimmtudaginn 3. september, kl. 13:00, mun Celeste Biles verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 getur takmarkaður fjöldi sótt viðburðinn. Vörnin verður einnig aðgengileg á netinu fyrir áhugasama á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Source-to-sink. Transport of weapons-test 239+240Pu deposited in Icelandic glaciers.”

Leiðbeinandi er dr. Michael Ketterer, prófessor emerítus í efna- og lífefnafræði við Háskólann í norður Arizona í Bandaríkjunum. Prófdómari er dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun.

Úrdráttur

Jöklar hafa myndast yfir áraþúsundi og safnað að sér bæði náttúrulegum ögnum og þeim sem koma frá mönnum. Brotthvarf jökla er nú í gangi á Íslandi sem og í heiminum og mengandi efnum sem jöklar hafa safnað að sér því sleppt í vötnin sem gætu haft áhrif á lífríki hafsins. Þessi rannsókn skoðar flutning plútóníumvirkni í umhverfinu. Sýni voru tekin frá Kaldalónsjökli á Vestfjörðum og Sólheimajökli á Suðurlandi og rannsökuð með sérstakri massagreiningu. Plútaníumvirkni Kaldalónsjökuls var mun meiri en Sólheimajökuls og gætu verið margar ástæður fyrir því, Vestfirðirnir hafa til dæmis enga eldvirkni og hitastig þar almennt lægra yfir árið. Plútóníumbundið botnfall fer í sjóinn með bráðnu jökulvatninu og möguleiki er á lífuppsöfnun sem getur haft áhrif á matarvefinn. Það er því þörf fyrir frekari rannsóknum á seti við fjöruborðin.

DEILA