Bolungavík: sveitarstjórnarráðuneytið gerði athugasemd við samstarfsamninga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi athugasemdir sínar um samstarfsamninga sveitarfélaganna á Vestfjörðum einnig til Bolungavíkurkaupstaðar sem á aðild að sumum þeirra fimm samninga sem athugasemdirnar varða.  En frá erindi ráðuneytisins til Ísafjarðarbæjar hefur verið greint á Bæjarins besta.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að erindið hafi verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn var og  þar var bæjarstjóra fali að bregðast við bréfinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

DEILA