Bolungavík: samstarf við ríkið um útsýnispallinn

Landhelgisgæsla Íslands og varnarmálaskrifstofa Utanríkisráðuneytis Íslands hafa undirritað yfirlýsingu um samstarf við Bolungavíkurkaupstað um undirbúning að byggingu útsýnispalls og þróun nánasta umhverfi hans á Bolafjalli við Bolungarvík.

Undirritaðir lýsa því yfir að þeir eru reiðubúnir að taka þátt í samstarfi og undirbúning vegna sameiginlegs deiliskipulags sem tekur á byggingu útsýnispalls og þróun nánasta umhverfi hans. Athuga ber að Utanríkisráðuneytið fer með skipulagsvald og yfirstjórn öryggissvæðisins á Bolafjalli. Utan svæðisins fer Bolungavíkurkaupstaður með skipulagsvald.

Markmið verkefnisins er að þróa  Bolafjall sem ferðamannastað svo hægt sé að taka á móti ferðamönnum í sátt við við náttúru svæðisins. Á sama tíma verði  tryggt er að starfsemi á svæðinu trufli ekki rekstur ratsjár- og fjarskiptastöðvarinnar á Bolafjalli.

Verkefnið lýtur að því að ljúka gerð deiliskipulag. Þar verður byggður útsýnispallur á Bolafjalli ásamt bílastæðum og þjónustuhúsnæði fyrir þá starfsemi sem vonast er til að byggist upp.

Jafnframt er eitt af markmiðum þessa verkefnis er að ljúka gerð  samninga við Vegagerðina um að taka yfir viðhald og kostnað við veginn uppá Bolafjall. Þannig verði  tryggt aðgengi að ferðamannastaðnum Bolafjalli fyrir ferðamenn yfir sumartímann.

Stefnt er að því að deiliskipulagið taki gildi eigi síðar en apríl 2021. Samhliða verði unnið að samningi við Vegagerðinna og stefnt að undirritun vorið 2021.

DEILA