Beðið eftir Becket sýnt fyrir fullu húsi

Frá frumsýningunni á sunnudaginn. Myndir: Stefán Thoroddsen.

Kómedíuleikhúsið frumsýndi leikverkið Beðið eftir Beckett á sunnudaginn var fyrir fullum sal og endurtók leikinn í mánudagskvöld. Þriðja og síðasta sýningin í Haukadal, Dýrafirði var haldin í gærkvöld, þriðjudaginn 1. september.

Í þessari guðdómlegu kómedíu bíður Leikari nokkur þess að Samuel Beckett skrifi fyrir sig nýtt leikrit. Hann styttir sér stundir með því að máta sig við persónur úr eldri leikritum skáldsins og bregður fyrir sig ögn af Dante, Artaud og Hallgrími Péturssyni. Einsog í sönnum grískum harmleik á Leikarinn von á sendiboða guðanna.

Sýnt í Reykjavík og á Akureyri

Í næstu viku, 8. og 9. september verða tvær sýningar í Tjarnarbíói, í Reykjavík og seinna í mánuðinum, 23. september verður sýnt  í Hofi á Akureyri.

Stikla fyrir sýninguna

(https://www.facebook.com/watch/?v=227650418685668&extid=TKahJQYtsKGAVJur)

 

:: Miðasala í Reykjavík

(https://tix.is/is/event/10524/be-i-eftir-beckett/)

:: Miðasala á Akureyri

(https://tix.is/is/event/10525/be-i-eftir-beckett/)

 

 

DEILA