Árneshreppur: framkvæmdir við Krossneslaug

Laugin var lokuð á þriðjudaginn vegna framkvæmdanna. Mynd: Sigrún Sverrisdóttir.

Um miðjan ágúst hófust framkvæmdir við Krossneslaug í Árneshreppi. Byggt verður við  búningsklefana og stefnt að því að ljúka verkinu næsta vor. Til verksins fékkst 10 milljón króna styrkur frá Öndvegissjóði brothættra byggða og nærri 4 milljóna króna styrkur frá verkefninu Áfram Árneshreppur. Það er Ungmannafélagið Leifur heppni sem er framkvæmdaaðili sem eigandi laugarinnar.

Krossneslaug er í Norðurfirði við norðanverða Trékyllisvík og er í fjöruborðinu. Segja má að laugarstæðið er einstakt þar sem Atlantshafið er svo gott sem við laugarvegginn.

Teikning af Kroneslauginni sem sýnir fyrirhugaðar breytingar.
DEILA