Vestri eignast Íslandsmeistara í hjólreiðum

Hafsteinn Ægir Geirsson ( 1980) varð um helgina Íslandsmeistari í götuhjólreiðum í áttunda skiptið. Hjólaðar voru 156 km í Hvalfirði. All voru keppendur 19 og var hópurinn þéttur framan af en svo náði þrír keppendur að slíta sig frá hinum og í lokin voru tveir þeirra sem kepptu um sigurinn og hafði Hafsteinn betur að lokum. Níu ár eru síðan hann sigraði síðast. Hafsteinn hefur keppt í hjólreiðum í um tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hann nælt sér í fjölda Íslandsmeistaratitla í götuhjólreiðum, tímatöku og fjallahjólreiðum.

Í kvennaflokki varð María Ögn Guðmundsdóttir frá Ísafirði í 4. sæti. María Ögn og Hafsteinn gengu til liðs við Vestra á síðasta ári, en þau eru meðal öflugasta hjólreiðafólks landsins.

 

DEILA