Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum 4,4 km löngum vegi frá Búðavík í Dynjandisvogi að Mjólká. Sú framkvæmd er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Vegurinn mun liggja neðan en núverandi vegur og færast niður í fjöru um Búðavík, Meðalnes og Mjólkárhlíð. Um 190 þúsund rúmmetra af jarðefnum þarf til vegagerðarinnar og verður að mestu sótt í skeringar meðfram veglínunni og í efni frá Dýrafjarðargöngum.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í ágúst 2020 og að framkvæmdatími verði 1 til 2 ár.
Með umsókninni fylgi 72 blaðsíðna álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum á vegaframkvæmdum á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis.