Íbúum Tálknafjarðarhrepps hefur fjölgað um 13 frá 1. deember 2019 og voru þeir þann 4. ágúst orðnir 265. Fjölgunin er um 5,2%. Þá hefur íbúum í Vesturbyggð fjölgað um 10 á sama tíma og eru nú 1.030.
Samtals hefur íbúum fjölgað um 23 á sunnanverður Vestfjörðum á þessu tímabili.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands.
Annar staðar á Vestfjörðum hefur íbúum alls staðar fækkað nema í Strandabyggð en þar íbúafjöldinn óbreyttur. Samtals er fækkunin 83. Mest er hún í Ísafjarðarbæ, en þar hefur íbúum fækkað um 39 og í Reykhólasveit hefur íbúum fækkað um 20. Í Súðavíkurhreppi fækkaði um 11 íbúa og um 8 í Bolungavík.
Samtals hefur íbúum fækkað um 58 á norðanverðum Vestfjörðum. Í Strandasýslu er fækkun um 5 íbúa. Íbúar á Vestfjörðum voru þann 4. ágúst 2020 samtals 7.058.