Samfélagsmiðstöðin Djúpið: aðstaða fyrir fjarnám

Djúpið, nýsköpunar og samfélagsmiðstöð í  Bolungavík  býður í vetur nemendum í fjarnámi frá Bolungarvík upp á aðstöðu.

Um er að ræða skref í að gera fólki auðveldara að sækja menntun úr heimabyggð.

Á tímum kórónaveirunnar  er Djúpið ásamt Bolungarvíkurkaupstað stolt af slíku boði segir í tilkynningu frá Djúpinu.

Aðstaðan er gjaldfrjálst. Í boði eru góð nettenging, rólegt rými og  gott kaffi.

Opið eftir samkomulagi.

Djúpið er staðsett ofan til í Ráðhúsinu, gengið inn frá Miðstræti.

DEILA