Kvikmyndin Rán að verða tilbúin

Stuttmyndin Rán sem unnið var að á Ísafirði í vor verður tilbúin í september og er kominn út stikla um myndina:

https://www.youtube.com/watch?v=0q6Hdq5o2hA&feature=youtu.be

Stuttmyndin Rán fjallar um tvítugan strák sem býr úti á landi, Gunnar að nafni. Kærastan hans biður hann að sækja sig í vinnuna yfir í næsta þorp, hann reynir að fá lánaða drossíu föður síns til þess að sækja hana. Faðir hans neitar honum um bílinn, svo hann stelur bílnum með hjálp bróður síns. Þegar hann keyrir út úr bænum tekur hann upp í bílinn konu að nafni Rán og þá fara hlutir að gerast sem hann hefur enga stjórn á.

Leikstjórnandi er Fjölnir Baldursson. Aðalhlutverk leika  Jónína Margrét Bergmann og Magnús Eðvald Halldórsson.

Fjölnir segir að myndin verði sýnd í bíó í september  fyrir þá sem styrktu myndina, og í beinu framhaldi fer hún á kvikmyndahátíðir og segir Fjölnir að komin séu vilyrði um sýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðir.

Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitti styrk til gerðar myndar.

DEILA