Krabbameinsleit á Ísafirði í næstu viku

Krabbameinsfélagið býður upp á krabbameinsleit á Heilsugæslustöðinni á Ísafirði daganna 31. ágúst til 4. september.
Konur fá sent boð í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim.

Skimað er fyrir brjóstakrabbameini hjá konum frá 40-69 ára aldri og fyrir leghálskrabbameini frá 23-65 ára. Konur geta séð upplýsingar um boð og eigin þátttöku í skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á mínum síðum Island.is.

Tímapantanir á Ísafirði í síma 450 4500 á virkum dögum frá 8:00-16:00

DEILA