Ísafjörður: nýir forstöðumenn í Safnahúsi

Edda B. Kristmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns bókasafns Ísafjarðar og Guðfinna Hreiðarsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns héraðsskjala- og ljósmyndasafns. Söfnin eru rekin undir þaki Safnahússins á Eyrartúni á Ísafirði og heyrðu áður undir forstöðumann Safnahúss.

Áður gegndi Edda starfi bæjarbókavarðar við bókasafnið. Hún er með BA-próf og diploma í upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Guðfinna gegndi áður starfi skjalavarðar. Hún er með BA-próf í sagnfræði og MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið ýmsum námskeiðum tengdum skjalavörslu og varðveislu ljósmynda á vegum Þjóðskjalasafns Íslands, Landskerfis bókasafna og Þjóðminjasafns Íslands.

DEILA