Ísafjarðarbær: endurfjármagnar skuldir og fá lægri vexti

Samþykkt verið verið að endurfjármagna tvö lán Ísafjarðarbæjar sem eru með 2,45% vöxtum. Segir í minnisblaði bæjarritara og fjármálastjóra að  hægt sé að fá 1,21% (fastir vextir) og 1,6% (breytilegir vextir) vexti hjá Lánasjóði sveitarfélaga, á lánum til 14-15 ára, með engum uppgreiðsluákvæðum .

Staða þessara tveggja lána eru 204 milljónir um áramót 2019/2020.  Önnur  lán hjá sveitarfélaginu, sem eru á háum vöxtum, eru óuppgreiðanleg.

Í  skýrslu HLH ehf. um úttekt á stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar, sem kynnt var í vor,  er ein af tillögunum að að kanna hvort hægt sé að endurfjármagna eldri lán með hagstæðari kjörum.

Langtímaskuldir Ísafjarðabæjar voru í byrjun árs um 5,2 milljarðar króna.

DEILA