Fimm olíutankar fluttir til Vestfjarða frá Sauðárkróki

Frá flutnings olíugeymanna. Mynd: PF/Feykir

Arctic Protein, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að þjónusta laxeldisfyrirtæki, útgerðir og aðra framleiðendur á fiski með því að taka við því hráefni sem ekki er nýtt til manneldis, hefur fest kaup á fimm olíutönkum á Sauðárkróki og verða þeir fluttir Vestfjarða.

Þetta kemur fram í frétt á feykir.is á Sauðárkróki og segir Víðir Arnar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Arctic Protein, að tankarnir verði nýttir sem meltugeymar. Framleiðslan er flutt út til Noregs og er nýtt í fóður, lífgas eða áburð.

Þrír tankanna fara á Patreksfjörð, einn fer til Bíldudals og sá fimmti fer til Þingeyrar.

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax bendir á að þetta sé til marks um breytingar sem eru að verða með uppbyggingu laxeldis í sjó á Vestfjörðum. Tankarnir verða nýttir til þess að geyma útflutningsvöru í stað jarðefnaolíu, sem er innflutningsvara.

 

DEILA