Byggðakvóti í Tálknafirði: vísar synjun ráðuneytis til umboðsmanns Alþingis

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur samþykkt að vísa til Umboðsmanns Alþingis synjun Sjávarútvegsráðherra um niðurfellingu vinnsluskyldu á byggðakvóta.

Tildrögin eru þau að sveitarstjórn samþykkti að úthluta byggðakvóta án þess að gera útgerðum sem fengju kvótann að landa til vinnslu á vinnusóknarsvæðinu en ráðherra hafnaði því. Verður því byggðakvótanum landað með skilyrði um vinnslu aflans á svæðinu.

Sveitarstjórnin óskaði rökstuðnings fyrir ákvörðuninni og segir í svarbréfi ráðuneytisins að miðað sé við að viðhafa vinnsluskyldunni sé til staðar vinnsla á vinnsóknarsvæðinu sem geti tekið við aflanum. Í þeim tilvikum sem fallist hafi verið á að fella niður vinnsluskyldunni hafi þannig háttað til að engin vinnsla var til staðar. Í tilviki Tálknafjarðarhrepps sé vinnsla til staðar og því hafi erindinu verið synjað.

Sveitarstjórnin segir í bókun sinni að rökstuðningi ráðherra sé vísað á bug og felur sveitarstjóra að skjóta málinu til umboðsmanns Alþingis.

DEILA