Bolungavík: takk örsýningin opin

TAKK – örsýning verður opin um verslunarmannahelgina.

Sýningin var opnuð í gær en svo var tilkynnt um að henni yrði aflýst. Valgerður Pálsdóttir, einn aðstandenda sýningarinnar segir að gerða hafi verið nauðsynlegar ráðstafanir svo hægt væri að hafa opið og komu um 30 manns í gær á sýninguna.

Valgerður Pálsdóttir verður með ljósmyndir, Helga Jóhannesdóttir með leirlist, Benedikt Sigurðsson sér um tónlistina, leynigestur flytur ljóð.

Valgerður, Agnes Veronika og vonandi fleiri bakverðir við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungavík frá því í vor stíga á stokk og sýnd verða stutt myndbrot úr heimildarþáttaröð sem Jóhannes Kr. Kristjánsson er að gera um Covid-19 á Íslandi .

Sýnignin er í Listastofunni Bakka við Hafnargötu í Bolungarvík gengið inn Brimbrjótsgötumegin.

DEILA