Bolungavík: covid reglur til 13. ágúst

Sundlaugin í Bolungarvík

Nýju sóttvarnarreglurnar sem tóku gildi í gær hafa áhrif á ýmsa vegu. Bolungavíkurkaupstaður vekur athygli á þessum afleiðingum sem snerta íþróttamiðstöðina Árbæ.

Íþróttamiðstöðin Árbær

Þrek- og líkamsræktarsalur verður lokaður frá og með hádegi 31. júlí 2020 og fram yfir helgi meðan ráðstafanir eru gerðar vegna hertra sóttvarnarregla yfirvalda.

Viðburðir falla niður

  • Viðburðir sem áttu að vera um helgina í Sundlaug falla niður, viðburðirnir eru samflot, sundlaugarpartý og dekurgufa.
  • Einnig fellur niður viðburðurinn Takk – örsýning sem vera átti í dag og á morgun.
  • Tónleikahluti Æskan tónleikar fellur niður en leiðbeiningarhlutinn verður haldinn.
DEILA