69 ár síðan Sólborgin kom til Ísafjarðar

Sólborg ÍS 260 Mynd: Ljósmyndasafn Ísafjarðar.

Á laugardaginn voru liðin rétt 69 ár síðan Sólborgin kom til Ísafjarðar. Eins og sjá má af þesari frétt í blaðinu Vesturlandi var Sólborgin þá stærsta skip togaraflotans. Það var 183 fet ð lengd og 732 brúttórúmlestir að stærð. Skipið var smíðað í Aberdeen hjá Alexandur Hall and co Limited sem smíðaði 10 nýsköpunartogara fyrir íslendinga eftir síðari heimsstyrjöldina. Aðalvélin var 1300 hestöfl.

Skipið var sjósett 26. janúar 1951 og reynslusiglt 22. ágúst sama ár. Viku síðar, eða þann 29. ágúst 1951, var Sólborg ÍS loks heimkomin til Ísafjarðar eftir smá viðkomu í Reykjavík á heimleiðinni.

31. ágúst 1951, eða tveimur dögum eftir heimkomu hins nýja togara, voru lögskráðir alls 31 á skipið. Þeir voru eftirtaldir:

• Páll Pálsson, skipstjóri
• Guðmundur Thorlacius, I. stýrimaður
• Leifur Pálsson II. stýrimaður
• Kristinn Guðlaugsson, I. vélstjóri
• Ólafur Hjálmarsson, II. vélstjóri
• Jóhannes Þorsteinsson, III. vélstjóri
• Ingvar Jónsson, kyndari
• Ásberg Kristjánsson, kyndari
• Grímur Jónsson, loftskeytamaður
• Þorlákur Guðjónsson, matsveinn
• Jóhannes Björnsson, aðst. matsveinn
• Ólafur Ásmundsson, bræðslumaður
• Sigurður Ásmundsson, bátsmaður
• Hjörtur Kristjánsson, netamaður
• Gunnar Halldórsson, netamaður
• Leifur Pálsson, netamaður
• Þórarinn Ingvarsson, háseti
• Margeir Guðmundsson, háseti
• Guðmundur Sigurðsson, háseti
• Ólafur Gunnarsson, háseti
• Hringur Hjörleifsson, háseti
• Gunnar Helgason, háseti
• Guðmundur Ólason, háseti
• Skúli Hermannsson, háseti
• Ólafur Rósinkarsson, háseti
• Filip Þór Höskuldsson, háseti
• Garðar Einarsson, háseti.
• Einar Guðmundsson, háseti.
• Líndal Magnússon, háseti.
• Marías Kristjánsson, háseti
• Theodór Jónsson, háseti.

Heimildir: Þingeyrarvefurinn; Menningar Bakki.

DEILA