Vökuvísur í Unaðsdal – Tónleikar í Dalbæ

Sunnudaginn 12. júlí kl. 15 verður slegið upp veglegri tónlistarhátíð í Dalbæ þar sem tónlistarfólk sem á taugar til svæðisins kemur fram: Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira) og Andri Freyr Arnarsson (Framfari) sem eiga bæði eiga ættir að rekja í Unaðsdal, Einnig koma fram Teitur Magnússon söngvaskáld, raftónlistarmaðurinn Hermigervill og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir frumkvöðull í hljóðböðum á Íslandi. Hljóðböð eru áhrifarík leið til þess að róa hugann og skapa kjöraðstæður til djúpslökunar á taugatrekktum tímum. Verð kr. 2000 (kaffi og meðlæti innifalið). Frítt fyrir börn innan 12 ára. Allir velkomnir! Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir viðburðinn.

DEILA