Vesturbyggð: selur eignir fyrir 30 m.kr.

Á síðasta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar var samþykkt að selja eignir í samræmi við það sem ákveðið var í fjárhagsáætlun ársins.

Samþykkti bæjarráð samhljóða að bæjarstjóra væri heimilt að undirrita skjöl varðandi sölu eftirtalinna eigna í eigu Vesturbyggðar:

– Stekkar 13, Patreksfirði               fyrir          9 millj. kr.
– Aðalstræti 105, Patreksfirði          fyrir          9 millj. kr.
– Sæbakka 4, Bíldudal (íbúð 01-02) fyrir       11,1 millj. kr.
– Lönguhlíð 18, Bíldudal                  fyrir            700.000 kr.

DEILA