Vesturbyggð afgreiddi rekstrarleyfi á 4 dögum

Bæjarráð Vesturbyggðar afgreiddi 14. júlí umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingarstað í flokki II í Stúkuhúsinu, Aðalstræti 50 Patreksfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Terra ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Erindið er frá Sýslumannsembættinu á Vestfjörðum og er dagsett 10. júlí 2020 og var beðið um umsögn Vesturbyggðar um endurnýjun rekstrarleyfis Stúkuhússins.

Í gær var sagt frá því að sambærilegt erindi frá Sýslumannsembættinu á Vestfjörðum til Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar frá Fisherman á Suðureyri tók átta og hálfan mánuði að afgreiða.

DEILA