Vestri vann Þrótt 1:0

Sigurmarkinu fagnað. myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Knattspyrnulið Vestra náði að knýja fram sigur á liði Þróttar Reykjavík í Lengjudeildinni með marki á 90. mínútu leiksins. Það var varamaðurinn Viðar Þór Sigurðsson sem kom boltanum í markið eftir harðan atgang í markteig gestanna eftir hornspyrnu Vestra.

Leikurinn var nokkuð jafn og fengu bæði lið góð færi til þess að skora. Undir lok leiksins voru heimamenn þó aðgangsharðari og sköpuðu sér nokkur álitleg færi áður en kom að markinu.

Eftir 5 umferðir af 22 er Vestri í 7. sæti af 12 með 7 stig en Þróttur er enn án stiga og í næst neðsta sæti deildarinnar.

Markið í uppsiglingu.

 

DEILA