Vestri vann Þór á Akureyri

Nýlokið er leik Þórs og Vestra á Akureyri í 1. deildinni í knattspyrnu. Vetsramenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Þórsarana 1:0 með marki frá Nacho Gil þrátt fyrr að vera einum leikmanni færri í 40 mínútur. Vladimir Tufegdzic fékk beint rautt spjald fyrir harða tæklingu.

Þetta var fyrsti sigur Vestramanna í deildinni og er liðið nú komið með 4 stig eftir 4 leiki. Þór hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína og var á toppnum í deildinni.

Elmar Atli Garðarsson meiddist illa í fyrri hálfleik og var borin af leikvelli eftir langa töf og fluttur á sjúkrahús.

 

DEILA