Vestri: tap í Keflavík

Frá síðasta leik Vestra, á Ísafirði gegn ÍBV. Nacho Gil að skora úr vítaspyrnu.

Knattspyrnulið Vestra lék í gær við lið Keflvíkinga í 1. deildinni. Leikið var í Keflavík.

Keflvíkingar náðu forystu snemma í leiknum og leiddu 1:0 í hálfleik. Engu að síður áttu Vestramenn ágætan leik og höfðu í fullu tré við heimamenn. Í seinni hálfleik jafnaði Milos Ivankovic leikinn eftir hornspyrnu.

Keflvíkingar sneru hins vegar leiknum algerlega sér í vil strax í kjölfarið með tveimur mörkum á jafnmörgum mínútum. Tíu mínútum síðar skoruðu þeir svo fjórða markið og leiknum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 4:1.

Eftir leikinn eru Keflvíkingar komnir á toppinn með  17 stig. Fram hefur jafnmörg stig í 2. sæti. Vestri er í sjöunda sæti með 11 stig  eftir 8 leiki.

Þróttur Reykjavík og Magni Grenivík eru í tveimur neðstu sætunum með 1 stig hvort félag.

Leiknar eru tvær umferðir samtals 22 leikir.

DEILA